Viðtöl við hlaupara í Vormaraþoni og vídeó eftir 8 km

uppfært 29. apríl 2022

Hlaup.is var að venju við myndatöku á Vormaraþoninu og tók einnig upp myndskeið af hlaupurum í startinu og eftir 8 km.

Við tókum viðtal við Guðjón Traustason á hlaupum þegar hann var búinn að hlaupa ca. 12-13 km. Smá tilraun af okkar hálfu :-) Við töluðum einnig við Gunnar Ármannsson sem var að taka þátt í sínu 47 maraþoni, nokkra félaga úr Skokkhópi Vals og svo þrjá Englendinga sem komu gagngert til Ísland til að hlaupa hálft maraþon.