Stefán Gíslason

Stefán Gíslason

Hlaup.is er alltaf að leita leiða til að fræða og skemmta lesendum með hlaupatengdu efni. Með það að markmiði höfum við fengið Stefán Gíslason, fjallvegahlaupara og hlaupafrömuð með meiru, til að deila þekkingu sinni og frásagnarhæfni í formi mánaðarlegra pistla. Auk þess að vera frambærilegur hlaupari er Stefán hafsjór af fróðleik um hinar ýmsu hliðar hlaupaíþróttarinnar. Efnistök Stefáns eru fjölbreytt, allt frá hlaupameiðslum, hlaupaþjálfun og næringu yfir í sögulegan fróðleik. Hlaup.is hvetur lesendur til taka pistlum Stefáns opnum örmum enda hefur hann sýnt og sannað á bloggsíðu sinni hversu auðvelt hann á með að koma fróðleik, frásögnum og húmor í skemmtilegan búning.

Stefán hefur stundað hlaup í rúm 50 ár, en fyrsta keppnishlaupið þreytti hann á æskuslóðunum norður á Ströndum 19. ágúst 1972. Eftir stuttan keppnisferil í brautarhlaupum færði hann sig mjög hægt og bítandi yfir í götuhlaupin. Þetta ágerðist mjög eftir fimmtugsafmælið árið 2007. Hann hefur nú lokið 20 maraþonhlaupum og hlaupið Laugaveginn fimm sinnum svo eitthvað sé nefnt. Þar fyrir utan hefur hann staðið fyrir ýmsum skemmtihlaupum, auk fjallvegahlaupaverkefnisins sem hefur verið í gangi síðan 2007 og m.a. gefið af sér bókina Fjallvegahlaup, sem Bókaútgáfan Salka gaf út vorið 2017. Þá er hann einn þriggja leiðtoga hlaupahópsins Flandra í Borgarnesi.

Stefán er umhverfisstjórnunarfræðingur að mennt og hefur um 20 ára skeið rekið eigin ráðgjafarfyrirtæki á því sviði, Environice. Hann er búsettur í Borgarnesi, hefur verið í hjónabandi í nokkra áratugi og á þrjú uppkomin börn

Pistlar19.01.2021

Hlaupaárið mitt 2020

Ég hef það fyrir sið að loknu hlaupaári að horfa um öxl og fram á við, þ.e.a.s. að rifja upp helstu viðburði í hlaupalífinu mínu á nýliðnu ári og gefa innsýn í væntingarnar framundan. Þessi pistill hefur að geyma þess há

Lesa meira
Pistlar03.11.2020

Krampar í fótum – Hvers vegna?

Krampar í fótum eru vel þekkt vandamál meðal langhlaupara – og þá sérstaklega í löngum og erfiðum keppnishlaupum. Hingað til hefur vökvaskorti og/eða steinefnaskorti oftast verið kennt um, en erfiðlega hefur gengið að st

Lesa meira
Pistlar11.10.2020

Hver er þessi Joshua Cheptegei?

Fyrir svo sem þremur árum könnuðust líklega fáir lesendur hlaup.is við nafnið Joshua Cheptegei. En nú á þessi drengur allt í einu heimsmetið í 5 km götuhlaupi, auk heimsmetanna í bæði 5.000 og 10.000 m brautarhlaupum. Tv

Lesa meira
Meiðsli28.08.2020

Ertu ekki slæm(ur) í hnjánum?

Sú trú virðist útbreidd að hlaup séu slæm fyrir hnén. Alla vega hef ég oft verið spurður hvort ég sé ekki orðinn slæmur í hnjánum af öllum þessum hlaupum. Sömuleiðis hef ég nokkrum sinnum heyrt fólk lýsa því yfir, sigri

Lesa meira
Pistlar07.04.2020

Af hverju eru Japanir svona góðir hlauparar?

Síðustu árin hafa maraþonhlauparar frá Keníu og Eþíópíu borið höfuð og herðar yfir hlaupara frá öðrum löndum, a.m.k. þegar litið er á heimsafrekaskrárnar. En þannig hefur það ekki alltaf verið. Fyrir u.þ.b. 50 árum var J

Lesa meira
Pistlar24.03.2020

Úrtökuhlaupið í Atlanta

Martha Ernstdóttir og Kári Steinn Karlsson eru einu Íslendingarnar sem hafa hlaupið maraþon á Ólympíuleikum. Bæði þurftu þau að ná stífum lágmörkum til að öðlast keppnisrétt og þeir sem hafa í hyggju að komast á Ólympíul

Lesa meira
Pistlar17.02.2020

Hjartað yngist um fjögur ár í fyrsta maraþoninu

Fyrsta maraþonið og æfingarnar sem því fylgja lækka blóðþrýsting og mýkja æðaveggi svo mjög að það samsvarar því að hjarta og æðakerfi yngist um fjögur ár. Þetta eru í stuttu máli niðurstöður rannsóknar vísindamanna við

Lesa meira
Pistlar09.01.2020

Konur hafa alltaf hlaupið

Kathrine Switzer átti stóran þátt í að opna konum leið inn í hlaupasamfélagið, en eins og kunnugt er hljóp hún Bostonmaraþonið 1967 þrátt fyrir að þátttaka kvenna bryti gegn reglum hlaupsins. Síðan þá hefur hlutfall kven

Lesa meira
Pistlar28.10.2019

Maraþonárið mikla 2019

Árið 2019 er tvímælalaust nú þegar orðið eitt af viðburðaríkustu árum maraþonsögunnar. Þar ber auðvitað hæst „Sub-2" hlaup Eliuds Kipchoge í Vín 12. október og kannski ekki síður frekar óvænt heimsmet Brigid Kosgei degi

Lesa meira