Um hlaupið

  • Vegalengdir1,4 km, 5 km, 10 km
  • Dagsetning9. maí 2024
Myndasafn úr hlaupinu

Hið árlega Fjölnishlaup Olís verður ræst í 36. sinn við Grafarvogslaug í Dalhúsum á uppstigningardag, þann 9. maí kl. 11:00. Fjölnishlaupið er einn elsti viðburður opinn almenningi á vegum Fjölnis. Í boði verða þrjár vegalengdir; 1,4 km skemmtiskokk, 5 km hlaup og 10 km hlaup.

Tímasetning

Fimmtudaginn 9. maí 2024, kl. 11:00.

Vegalengdir

Boðið er upp á 10 km hlaup, 5 km hlaup og 1,4 km skemmtiskokk. 5 km og 10 km hlaupið er FRÍ vottuð hlaup.

Hlaupaleiðir

Kort af öllum hlaupaleiðum er neðst á þessari síðu.

10 km hlaupið verður ræst kl 11:00 frá göngustíg við Gagnveg sem er um 500 m norðaustan við Íþróttamiðstöðina í Dalhúsum. Hlaupstjóri fylgir hlaupurum að rásmarki 10 mín fyrir ræsingu.

Hlaupið verður vestur fyrir fótboltavöllinn eftir Gagnvegi og um Fjallkonuveg og þaðan beygt niður göngustíg í átt að Grafarvogi og hann hlaupinn í vesturátt. Beygt verður inn í Bryggjuhverfið um Gullinbrú og þaðan verður hlaupið eftir göngustíg meðfram Elliðaárósum og yfir nýju brýrnar við Geirsnef. Rangsælis hringur er tekinn um Geirsnef yfir gömlu brýrnar og meðfram Sævarhöfða. Síðan verður sama leið hlaupin til baka. Endamark er við Íþróttamiðstöðina í Dalhúsum. Brautin er annáluð fyrir góðar bætingar enda mjög flöt ef frá er talinn upphafs- og lokakílómetri.

5 km hlaupið verður ræst kl 11:10 frá endamarki. Hlaupaleiðin er sú sama og í 10 km hlaupinu fyrri helming hlaupsins, en í Bryggjuhverfi verður snúið við og hlaupið sömu leið til baka.

Vegalengdin 1,4 km er kjörin fyrir yngstu hlauparana og oft hafa foreldrar hlaupið við hlið unganna sinna og með því móti átt sameiginlega reynslu á hlaupabrautinni og búið til góðar minningar.

Skráning og þátttökugjald

Þátttökugjöld eru 3.500 kr fyrir 10 km hlaup og 3.000 kr fyrir 5 km hlaup.

Í skemmtiskokkið er þátttökugjaldið 1.500 kr fyrir 17 ára og eldri en 750 kr fyrir 16 ára og yngri. Skráning fer fram á netskraning.is, hægt er að skrá sig þar til afhendingu gagna lýkur á hlaupadag.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar: https://www.sumarhlaupin.is/fjolnishlaupid

Facebook viðburður Fjölnishlaups Olís 2024