Yfirheyrsla: Kristjana Jóhannesdóttir úr Skokkhópi Hauka

birt 10. apríl 2014


Kristjana hleypur þrisvar í viku 7-10 km í senn.

Kristjana Jóhannesdóttir, úr Skokkhópi Hauka er næst í röðinni til að svara hraðaspurningum hér á hlaup.is Kristjana sem er 49 ára byrjaði að hlaupa fyrir réttum þremur árum. Hún tekur aðallega þátt í 10 km hlaupum en hefur þó einnig hlaupið hálft maraþon m.a. í Amsterdam síðasta haust.

Við hvetjum lesendur til að senda okkur ábendingar um skemmtilega viðmælendur á torfi@hlaup.is eða heimirsgudmundsson@gmail.com.

Full nafn: Kristjana Jóhannesdóttir.

Aldur: 49 ára.

Heimabær: Hafnarfjörður.

Fjölskylda: Eiginmaður og þrjú börn.

Skokkhópur: Haukar.

Hvenær byrjaðiru að hlaupa? Apríl 2011.

Uppáhalds vegalengd sem þú hleypur? 10 km.

Hvar er skemmtilegast að hlaupa? Í Hafnarfirði.

Hvenær sólarhrings er best að hlaupa? Á morgnana.

Besti hlaupafélaginn? Séra Friðriksdætur (Grúbba sem við nokkrar úr Haukahópnum stofnuðum, erum 5 konur).

Uppáhalds hlaupafatnaður? Brooks.

Hvernig hlaupaskó áttu? Brooks.

Hvað er ómissandi á hlaupaæfingu? Hlaupafélagarnir.

Uppáhaldshlaup? Amsterdam, rosalega skemmtileg ferð og annað skiptið sem ég hljóp hálft maraþon.

Uppáhaldsbúnaður tengdur hlaupum? Hlaupaúrið.

Hlaup sem þig dreymir um að taka þátt í? Vesturgatan.

Hvað finnst þér best að borða kvöldið og morguninn fyrir keppnishlaup? Pasta um kvöldið og ristað brauð með sultu um morguninn.

Hleypur þú með tónlist í eyrunum? Hleyp aldrei með í eyrunum.

Uppáhaldsorkudrykkur? Nota eiginlega aldrei orkudrykki.

Besti matur eftir keppnishlaup? Kjúklingur.

Hvernig slakar þú á? Á kvöldin yfir sjónvarpinu.

Mesta afrek á hlaupabrautinni? Hálft maraþon í Amsterdam október 2012.

Á hvaða árstíma er skemmtilegast að hlaupa? Vorin.

Bestu tímar í 5 km/10 Km/hálfmaraþoni/maraþoni? Hef ekki keppt í 5 km. en besti tíminn í 10 km. var 69 mín.

Hleypur þú eftir æfingaáætlun? Ekki núna, gerði fyrir Amsterdamferðina.

Hvar hleypur þú helst? Í Hafnarfirði, út frá Ásvöllum.


Fv. Heiða Margrét Hilmarsdóttir, Kristjana Jóhannesdóttir, María Guðmundsdóttir Gígja og Ágústa Hauksdóttir en þær vinkonur  kalla sig Séra Friðriksdætur.

Lýstu þér sem hlaupara í einni setningu? Hæg.

Hvað hleypur þú mikið í hverri viku? Reyni að hlaupa þrisvar í viku þá eru það 7 - 10 km

Stundar þú aðra líkamsrækt en hlaup? Já, ég er í TRX.

Eru sprettir eða interval æfingar í þinni æfingaáætlun? Já.

Hver eru markmið þín til lengri og skemmri tíma þegar kemur að hlaupum? Að geta verið með og njóta þess að geta hlaupið helst 10 km en inn á milli hálft maraþon.

Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að hlaupum? Nei.

Skráir þú niður æfingar þínar? Nei, ég gerði það á hlaup.com, prófaði að skrá í hlaup.is en það gekk ekki hjá mér, hef ekki reynt það í mjög langan tíma.

Skoðar þú hlaup.is reglulega? Já ég geri það.

Ertu með hugmyndir til að bæta hlaup.is? Nei.

Áttu einhverja skemmtilega sögu sem tengist hlaupunum? Nei enga sérstaka, en það er bara gaman að hlaupa í góðum hóp og að eiga svona góða hlaupafélaga er bara snilld.