VORMARAÞONIÐ - Taktu þátt í skemmtilegum hlaupavorboða

uppfært 20. apríl 2022

Næsta laugardag, þann 23. apríl fer Vormaraþon félags maraþonhlaupara fram í fallegu umhverfi á stígum Reykjavíkur fjarri allri umferð og skarkala. Vormaraþonið hefur fyrir löngu skapað sér fastan sess sem vorboðinn í hlaupasamfélaginu skömmu eftir sumardaginn fyrsta.

Hlaupið hefst við gömlu rafstöðina í Elliðárdalnum og verður maraþonið ræst kl. 9 og hálfa maraþonið kl 11. Aðstaða fyrir þátttakendur verður í Hinu húsinu rétt við markið og að vanda verður boðið upp á heitar vöfflur með sultu og rjóma eftir hlaupið ásamt heitu kaffi eða kakói.

Skoðaðu nánari upplýsingar um hlaupið og kort af leiðinni.

Skráning í hlaupið er hér og númer með áfastri flögu má nálgast í Sport24 vikuna fyrir hlaup og við startið.

Hitaðu upp með því að skoða myndir og vídeó frá Vor- og Haustmaraþoni frá því í fyrra.

Skelltu þér í Vormaraþonið og taktu löngu hlaupaæfinguna í góðum hópi :-)