Stefán Gíslason

Stefán Gíslason

Hlaup.is er alltaf að leita leiða til að fræða og skemmta lesendum með hlaupatengdu efni. Með það að markmiði höfum við fengið Stefán Gíslason, fjallvegahlaupara og hlaupafrömuð með meiru, til að deila þekkingu sinni og frásagnarhæfni í formi mánaðarlegra pistla. Auk þess að vera frambærilegur hlaupari er Stefán hafsjór af fróðleik um hinar ýmsu hliðar hlaupaíþróttarinnar. Efnistök Stefáns eru fjölbreytt, allt frá hlaupameiðslum, hlaupaþjálfun og næringu yfir í sögulegan fróðleik. Hlaup.is hvetur lesendur til taka pistlum Stefáns opnum örmum enda hefur hann sýnt og sannað á bloggsíðu sinni hversu auðvelt hann á með að koma fróðleik, frásögnum og húmor í skemmtilegan búning.

Stefán hefur stundað hlaup í rúm 50 ár, en fyrsta keppnishlaupið þreytti hann á æskuslóðunum norður á Ströndum 19. ágúst 1972. Eftir stuttan keppnisferil í brautarhlaupum færði hann sig mjög hægt og bítandi yfir í götuhlaupin. Þetta ágerðist mjög eftir fimmtugsafmælið árið 2007. Hann hefur nú lokið 20 maraþonhlaupum og hlaupið Laugaveginn fimm sinnum svo eitthvað sé nefnt. Þar fyrir utan hefur hann staðið fyrir ýmsum skemmtihlaupum, auk fjallvegahlaupaverkefnisins sem hefur verið í gangi síðan 2007 og m.a. gefið af sér bókina Fjallvegahlaup, sem Bókaútgáfan Salka gaf út vorið 2017. Þá er hann einn þriggja leiðtoga hlaupahópsins Flandra í Borgarnesi.

Stefán er umhverfisstjórnunarfræðingur að mennt og hefur um 20 ára skeið rekið eigin ráðgjafarfyrirtæki á því sviði, Environice. Hann er búsettur í Borgarnesi, hefur verið í hjónabandi í nokkra áratugi og á þrjú uppkomin börn

Pistlar08.11.2017

Shalane Flanagan er maður mánaðarins

New York maraþonið sl. sunnudag var sögulegt og ríkt af tilfinningum. Þar bar hæst sigur Shalane Flanagan sem varð þar með fyrsta bandaríska konan til að vinna hlaupið í 40 ár. Fyrir hlaupið hafði hún sagt að þetta kynni

Lesa meira
Pistlar17.10.2017

Hvert maraþon er ný reynsla

Ég hljóp 19. maraþonið mitt á dögunum. Ég get sem sagt ekki talist byrjandi á þessu sviði, þó að vissulega hafi þó nokkrir runnið þetta skeið oftar en ég. En hversu oft sem maður hleypur maraþon, þá fylgir því alltaf ný

Lesa meira
Pistlar11.09.2017

Sögulegt Berlínarmaraþon framundan

Berlínarmaraþonið 24. september nk. gæti orðið mjög sögulegt, en þar munu mætast þrír bestu maraþonhlauparar samtímans. Slík þrenning hefur aldrei áður reynt með sér í einu og sama hlaupinu. Reyndar eru þessir þremenning

Lesa meira
Pistlar11.08.2017

Laugavegspistill eftir Stefán Gíslason

Síðastliðinn laugardag hljóp ég Laugaveginn í fjórða sinn. Þó að leiðin sé alltaf sú sama eru engar tvær ferðir eins og upplifunin ný í hvert skipti. Þessi Laugavegur var t.d. ríkari af mótlæti en tveir þeir næstu á unda

Lesa meira
Pistlar07.08.2017

Að vera meiddur

Líklega hafa allir hlauparar orðið fyrir meiðslum sem hafa komið í veg fyrir æfingar og keppni í lengri eða skemmri tíma. Flest þessara meiðsla eru afleiðing mistaka, oftast þeirra einföldu mistaka að gera of mikið of fl

Lesa meira
Pistlar07.08.2017

Laugavegspistill eftir Stefán Gíslason

Síðastliðinn laugardag hljóp ég Laugaveginn í fjórða sinn. Þó að leiðin sé alltaf sú sama eru engar tvær ferðir eins og upplifunin ný í hvert skipti. Þessi Laugavegur var t.d. ríkari af mótlæti en tveir þeir næstu á unda

Lesa meira
Pistlar08.06.2017

Metþátttaka í fyrsta fjallvegahlaupi ársins

Metþátttaka í fyrsta fjallvegahlaupi ársinsÞó að 10 ára fjallvegahlaupaverkefni Stefáns Gíslasonar hafi lokið með útkomu bókarinnar Fjallvegahlaup á liðnum vetri er kappinn ekki hættur að hlaupa um fjallvegi. Fyrsta fjal

Lesa meira
Pistlar11.05.2017

Hlaupið fyrir heilann

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum hlaupa og annarrar krefjandi líkamsræktar á starfsemi heilans. Sjálfsagt velkjast fáir hlauparar í vafa um að þessi áhrif séu mikil og góð, hvað sem öllum rannsóknum líðu

Lesa meira
Pistlar07.04.2017

Ed Whitlock allur

Kanadíski hlauparinn Ed Whitlock lést 13. mars sl. 86 ára að aldri. Ed var fyrirmynd margra hlaupara af elstu kynslóðinni en hann setti ný viðmið í elstu aldursflokkunum og afsannaði ýmsar kenningar um getu þeirra sem ko

Lesa meira