Stefán Gíslason

Stefán Gíslason

Hlaup.is er alltaf að leita leiða til að fræða og skemmta lesendum með hlaupatengdu efni. Með það að markmiði höfum við fengið Stefán Gíslason, fjallvegahlaupara og hlaupafrömuð með meiru, til að deila þekkingu sinni og frásagnarhæfni í formi mánaðarlegra pistla. Auk þess að vera frambærilegur hlaupari er Stefán hafsjór af fróðleik um hinar ýmsu hliðar hlaupaíþróttarinnar. Efnistök Stefáns eru fjölbreytt, allt frá hlaupameiðslum, hlaupaþjálfun og næringu yfir í sögulegan fróðleik. Hlaup.is hvetur lesendur til taka pistlum Stefáns opnum örmum enda hefur hann sýnt og sannað á bloggsíðu sinni hversu auðvelt hann á með að koma fróðleik, frásögnum og húmor í skemmtilegan búning.

Stefán hefur stundað hlaup í rúm 50 ár, en fyrsta keppnishlaupið þreytti hann á æskuslóðunum norður á Ströndum 19. ágúst 1972. Eftir stuttan keppnisferil í brautarhlaupum færði hann sig mjög hægt og bítandi yfir í götuhlaupin. Þetta ágerðist mjög eftir fimmtugsafmælið árið 2007. Hann hefur nú lokið 20 maraþonhlaupum og hlaupið Laugaveginn fimm sinnum svo eitthvað sé nefnt. Þar fyrir utan hefur hann staðið fyrir ýmsum skemmtihlaupum, auk fjallvegahlaupaverkefnisins sem hefur verið í gangi síðan 2007 og m.a. gefið af sér bókina Fjallvegahlaup, sem Bókaútgáfan Salka gaf út vorið 2017. Þá er hann einn þriggja leiðtoga hlaupahópsins Flandra í Borgarnesi.

Stefán er umhverfisstjórnunarfræðingur að mennt og hefur um 20 ára skeið rekið eigin ráðgjafarfyrirtæki á því sviði, Environice. Hann er búsettur í Borgarnesi, hefur verið í hjónabandi í nokkra áratugi og á þrjú uppkomin börn

Pistlar07.08.2017

Laugavegspistill eftir Stefán Gíslason

Síðastliðinn laugardag hljóp ég Laugaveginn í fjórða sinn. Þó að leiðin sé alltaf sú sama eru engar tvær ferðir eins og upplifunin ný í hvert skipti. Þessi Laugavegur var t.d. ríkari af mótlæti en tveir þeir næstu á unda

Lesa meira
Pistlar08.06.2017

Metþátttaka í fyrsta fjallvegahlaupi ársins

Metþátttaka í fyrsta fjallvegahlaupi ársinsÞó að 10 ára fjallvegahlaupaverkefni Stefáns Gíslasonar hafi lokið með útkomu bókarinnar Fjallvegahlaup á liðnum vetri er kappinn ekki hættur að hlaupa um fjallvegi. Fyrsta fjal

Lesa meira
Pistlar11.05.2017

Hlaupið fyrir heilann

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum hlaupa og annarrar krefjandi líkamsræktar á starfsemi heilans. Sjálfsagt velkjast fáir hlauparar í vafa um að þessi áhrif séu mikil og góð, hvað sem öllum rannsóknum líðu

Lesa meira
Pistlar07.04.2017

Ed Whitlock allur

Kanadíski hlauparinn Ed Whitlock lést 13. mars sl. 86 ára að aldri. Ed var fyrirmynd margra hlaupara af elstu kynslóðinni en hann setti ný viðmið í elstu aldursflokkunum og afsannaði ýmsar kenningar um getu þeirra sem ko

Lesa meira
Pistlar08.03.2017

Pastapartý eða laxapartý?

Eitt af mörgum vinsælum umræðuefnum meðal hlaupara er hvernig best sé að komast hjá því að „hlaupa á vegginn" í löngum keppnishlaupum, svo sem í maraþonhlaupum og öðrum þaðan af lengri. Algengasta aðferðin í þessum efnum

Lesa meira
Pistlar07.02.2017

Hlaupahópar eru heilsubót

Margir hlauparar hafa talað um hversu hvetjandi það sé að vera í hlaupahópi, því að þar fái maður aðhald, fastir æfingartímar auki líkur á að maður drífi sig út að hlaupa, hægt sé að læra sitthvað af reynslu félaganna o.

Lesa meira
Pistlar09.01.2017

Eru langhlaup góð fyrir hjartað?

Áratugum og jafnvel öldum saman hafa menn velt því fyrir sér hvort langhlaup séu góð fyrir hjartað eða hvort þau séu kannski bara stórhættuleg. Þessar vangaveltur eru eðlilega mest áberandi fyrst eftir að fréttir berast

Lesa meira
Fróðleiksmolar fyrir hlaupara17.12.2016

16. des - Jóladagatal hlaup.is - Hlauparar þurfa meiri svefn en aðrir

Hlauparar þurfa að sofa meira en annað fólk. Of lítill svefn leiðir til uppsafnaðrar þreytu og minni árangurs. Hægt er að áætla aukna svefnþörf hlaupara út frá heildarvegalengd á viku, þannig að fyrir hverja mílu (1,6 km

Lesa meira
Pistlar07.12.2016

Muna vöðvarnir eitthvað?

Mörgum hlaupurum hefur komið þægilega á óvart hversu stuttan tíma það tekur að ná fullum styrk eftir langt hlé frá æfingum. Þannig má finna dæmi um hlaupara sem voru búnir að vinna sig upp í ákveðinn árangur með nokkurra

Lesa meira