Stefán Gíslason

Stefán Gíslason

Hlaup.is er alltaf að leita leiða til að fræða og skemmta lesendum með hlaupatengdu efni. Með það að markmiði höfum við fengið Stefán Gíslason, fjallvegahlaupara og hlaupafrömuð með meiru, til að deila þekkingu sinni og frásagnarhæfni í formi mánaðarlegra pistla. Auk þess að vera frambærilegur hlaupari er Stefán hafsjór af fróðleik um hinar ýmsu hliðar hlaupaíþróttarinnar. Efnistök Stefáns eru fjölbreytt, allt frá hlaupameiðslum, hlaupaþjálfun og næringu yfir í sögulegan fróðleik. Hlaup.is hvetur lesendur til taka pistlum Stefáns opnum örmum enda hefur hann sýnt og sannað á bloggsíðu sinni hversu auðvelt hann á með að koma fróðleik, frásögnum og húmor í skemmtilegan búning.

Stefán hefur stundað hlaup í rúm 50 ár, en fyrsta keppnishlaupið þreytti hann á æskuslóðunum norður á Ströndum 19. ágúst 1972. Eftir stuttan keppnisferil í brautarhlaupum færði hann sig mjög hægt og bítandi yfir í götuhlaupin. Þetta ágerðist mjög eftir fimmtugsafmælið árið 2007. Hann hefur nú lokið 20 maraþonhlaupum og hlaupið Laugaveginn fimm sinnum svo eitthvað sé nefnt. Þar fyrir utan hefur hann staðið fyrir ýmsum skemmtihlaupum, auk fjallvegahlaupaverkefnisins sem hefur verið í gangi síðan 2007 og m.a. gefið af sér bókina Fjallvegahlaup, sem Bókaútgáfan Salka gaf út vorið 2017. Þá er hann einn þriggja leiðtoga hlaupahópsins Flandra í Borgarnesi.

Stefán er umhverfisstjórnunarfræðingur að mennt og hefur um 20 ára skeið rekið eigin ráðgjafarfyrirtæki á því sviði, Environice. Hann er búsettur í Borgarnesi, hefur verið í hjónabandi í nokkra áratugi og á þrjú uppkomin börn

Pistlar09.01.2020

Konur hafa alltaf hlaupið

Kathrine Switzer átti stóran þátt í að opna konum leið inn í hlaupasamfélagið, en eins og kunnugt er hljóp hún Bostonmaraþonið 1967 þrátt fyrir að þátttaka kvenna bryti gegn reglum hlaupsins. Síðan þá hefur hlutfall kven

Lesa meira
Pistlar28.10.2019

Maraþonárið mikla 2019

Árið 2019 er tvímælalaust nú þegar orðið eitt af viðburðaríkustu árum maraþonsögunnar. Þar ber auðvitað hæst „Sub-2" hlaup Eliuds Kipchoge í Vín 12. október og kannski ekki síður frekar óvænt heimsmet Brigid Kosgei degi

Lesa meira
Pistlar30.09.2019

Umhverfisvæn glös?

Einnota plastglös hafa verið áberandi á flestum hlaupaviðburðum síðustu ára og að hlaupi loknu hafa þessi glös legið eins og hráviði í grennd við drykkjarstöðvar og á næsta kílómetranum þar á eftir. Sjálfsagt tekst oftas

Lesa meira
Pistlar13.05.2019

Svona eiga hlaup að vera

Hvernig er hið fullkomna hlaup? Þessari spurningu verður auðvitað hver að svara fyrir sig, en fyrir mér er hið fullkomna hlaup hlaupið þar sem ég finn gleðina í sjálfum mér og fæ tækifæri til að deila henni með öðrum. Up

Lesa meira
Pistlar15.04.2019

Endurkoma í Bretlandi

Ég brá mér til Englands á dögunum, þar sem ég hljóp fyrsta keppnishlaupið mitt eftir eins og hálfs árs fjarveru vegna meiðsla. Aðaltilgangur ferðarinnar var að vísu annar, nefnilega að fylgja þremur hlaupavinum mínum, en

Lesa meira
Pistlar11.03.2019

Ný nöfn í hlaupum

Mannkynið er í stöðugri endurnýjun og því ætti engum að koma á óvart þótt „nýir hlauparar" skjóti annað slagið upp kollinum á meðal bestu hlaupara í heimi. En samt verður maður oft skemmtilega forviða þegar það gerist. R

Lesa meira
Pistlar10.02.2019

Verkur án ástæðu?

Verkir eru merkileg fyrirbæri. Flest okkar halda að verkur í læri eða tá þýði að eitthvað sé að einmitt þar. En málið er miklu flóknara en svo. Verkurinn verður nefnilega hvorki til í lærinu né tánni. Hann verður til í h

Lesa meira
Pistlar04.01.2019

Frískir öldungar á hlaupum

Í apríl 2017 skrifaði ég pistil til minningar um kanadíska hlauparinn Ed Whitlock, sem öðrum mönnum fremur sýndi fram á að hægt er að ná góðum árangri á hlaupum þó að maður sé löngu kominn á eftirlaunaaldur. Eitt umtalað

Lesa meira
Pistlar12.12.2018

Finninn fljúgandi, Hannes Kolehmainen

Flestir sem fylgst hafa með árangri langhlaupara síðustu ár og áratugi kannast við nöfn á borð við Paavo Nurmi (1897-1973) og Lasse Viren (f. 1949), en þessir tveir eru líklega þekktustu nöfnin í stjörnum prýddri sögu fi

Lesa meira