Gísli Ásgeirsson
21.4.2008 15:19:22
Þingvallavatnshlaupið 2008 verður nk. laugardag. Hefst við Úlfljótsvatn kl.09.
Hlaupið verður á félagslegum hraða. Hver þátttakandi leggur til sinn mat og drykk. Pétur Frantzson sér um súpu eftir hlaup og býður í sturtu og gufu. Hann ætlar líka að redda einhverju sem hægt er að kæla fætur eftir hlaup. Þetta tekur lungann úr deginum og eins gott að vera búinn miðað við veður og hafa úthald og þolinmæði í lagi. Kalli Gísla og Gunnlaugur eru í forsvari: Sími hjá Kalla 8961515.
|