|
Guðrún Geirsdottir
21.4.2014 21:54:06
Kæru hlauparar.
Okkur langar til að vekja athygli ykkar á Neshlaupinu sem haldið verður laugardaginn 10. maí n.k. kl. 11. Eins og venjulega er hægt að velja á milli þriggja vegalengda: 3, 25; 7,5 og 15km. Í ár verður tími hlaupara mældur með flögu og 15km hlauparar fá uppgefin millitíma sinn. Og hlaupaleiðin er svo sannarlega falleg.
Allar frekari upplýsingar um hlaupið er að finna á hlaup.is (http://hlaup.is/displayer.asp?cat_id=5&module_id=220&element_id=25279)og þar fer einnig fram forskráning.
Er ekki gráupplagt að skella sér á Seltjarnarnesið? Við erum spennt að taka á móti ykkur
Með kærri kveðju
Trimmklúbbur Seltjarnarness
Tenging: Reykjavík - Árbæjarskokk
|