|
Rannveig
7.7.2005 21:17:06
Næstkomandi laugardag, 9. júlí, ætla nokkrir hlauparar úr Langhlauparadeild UFA að hlaupa inn á Glerárdal. Lagt verður af stað frá öskuhaugunum kl. 9:00 á laugardagsmorgun og hlaupið eftir gönguslóðum inn að Lamba, skála ferðafélagsins. Þangað eru um 11 km. og hækkun um 400 m. Sama leið, eða gönguslóði vestan megin í dalnum, hlaupin til baka. Túrinn allur er því um 22-24 km. langur og áætlaður ferðatími 2-3 klst. Allir velkomnir með.
Rannveig Oddsdóttir.
|