Kristbjörn
11.3.2007 17:45:37
Ég vil endilega taka upp þráðinn frá því fyrra þegar við Óshlíðarhlaupamenn gerðum athugasemdir við þann fjölda hlaupa sem sett voru á dagskrá sömu helgi og við erum að keyra okkar mót.
Nú verður Óshliðarhlaupið Íslandsmeistarmót í 1/2 maraþoni þannig að rétt er að gefa sem flestum færi á að koma vestur og keppa laugardaginn 30/6.
Þetta verður 15. árið sem Óshlíðarhlaupið er haldið og er það jafnframt með elstu hlaupum landsins.
Gangi ykkur vel við hlaupin í sumar og ég vona að hlaupahaldarar taki þetta til sín og breyti dagsetningum því ég tel að við (Óshlíðarhlaupið) hafi ákveðið forskot sökum aldurs.
kv. Kristbjörn
|