Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
┴rsbesta
Skrßning ß mara■ontÝma
Einkunnagj÷f hlaupa
Langhlaupari ßrsins
  Langhlaupari ßrsins 2019
  Langhlaupari ßrsins 2018
  Langhlaupari ßrsins 2017
  Langhlaupari ßrsins 2016
  Langhlaupari ßrsins 2015
  Langhlaupari ßrsins 2014
  Langhlaupari ßrsins 2013
  Langhlaupari ßrsins 2012
  Langhlaupari ßrsins 2011
  Langhlaupari ßrsins 2010
  Langhlaupari ßrsins 2009
Bestu afrek frß upphafi
Samanbur­ur milli ßra
┴rsbesta 2019
┴rsbesta 2018
┴rsbesta 2017
┴rsbesta 2016
┴rsbesta 2015
┴rsbesta 2014
┴rsbesta 2013
┴rsbesta 2012
┴rsbesta 2011
┴rsbesta 2010
┴rsbesta 2009
┴rsbesta 2008
┴rsbesta 2007
┴rsbesta 2006
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
┴rsbesta  >  Langhlaupari ßrsins  >  Langhlaupari ßrsins 2013
12.1.2014
Kjˇsi­ langhlaupara ßrsins 2013

Í fimmta skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum eða annarri keppni í langhlaupum. Afrek er afstætt, getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvaðeina sem hægt er að meta til viðurkenningar.

Samtals bárust 32 tilnefningar í karla- og kvennaflokki til langhlaupara ársins 2013. Að þessu sinni eru það 7 konur og 7 karlar sem mynda endanlegan lista hlaupara sem kjósa á um. Það val var ekki auðvelt frekar en áður, því margir af þeim hlaupurum sem tilnefndir voru, hafa hver á sinn hátt unnið góð afrek og/eða sýnt mikla þrautseigju á síðasta ári.

Valnefnd til að velja úr tilnefningum þeim sem bárust, skipa Torfi Helgi Leifsson umsjónarmaður hlaup.is, Sigurður P. Sigmundsson langhlaupari og þjálfari, Gunnar Páll Jóakimsson þjálfari og fyrrum þjálfari Skokkhóps ÍR, Erla Gunnarsdóttir þjálfari Skokkhóps Fjölnis í Grafarvogi og Margrét Elíasdóttir þjálfari KR-skokk.

Hægt verður að kjósa til kl. 24 miðvikudaginn 22. janúar 2014. Verðlaunaafhending verður laugardaginn 25. janúar og tilkynnt verður um niðurstöðu kosningar í kjölfarið á því.

Allir sem kjósa fara í pott og geta unnið hlaupaskó frá Brooks. Við notum aðgangskerfi Hlaupadagbókarinnar til tryggja að atkvæði verði ekki tvítalin. Þú verður því að vera innskráður í Hlaupadagbókina til að kjósa og eiga möguleika á hlaupaskóm sem þátttökuvinning.

Innskráning til að kjósa langhlaupara ársins

Ef þú ert nú þegar innskráður þá smelltu hér til að kjósa langhlaupara ársins 2013. 

Tilnefndir í karlaflokki (í stafrófsröð):

Arnar Pétursson 2013
Arnar Pétursson (22 ára) setti nýtt Íslandsmet í flokki ungmenna 20-22 ára í hálfmaraþoni er hann hljóp á 1:10:25 í París um miðjan nóvember. Áður hafði hann stórbætt fyrri árangur sinn í hálfmaraþoni er hann hljóp á 1:10:41 í Haag í mars.

 

                 

Ármann Eydal 2013
Ármann Eydal Albertsson (32 ára) stórbætti sinn fyrri árangur á árinu og vakti árangur hans í hálfmaraþoni sérstaka athygli. Hljóp sitt fyrsta hálfmaraþon í Haustþoninu í október á  1:10:24 og bætti það svo í 1:09:07 í París í nóvember sem jafnframt er fjórði besti tíminn frá upphafi. Ármann stundaði hlaup á árunum 1997-2001 og hljóp m.a. 10 km á 40:02 í RM 1998. Hætti síðan æfingum og keppni í um 10 ár en hefur æft mjög vel undanfarin þrjú ár. Besti tími Ármanns í ár í 10 km var 31:57.

 

 

Friðleifur 2103 - B 
Friðleifur K. Friðleifsson (43 ára) lagði mesta áherslu á utanvegahlaup á árinu. Sigraði í Esjuhlaupinu 10 hringir (9:43:12) og setti brautarmet þar, sigraði í Vesturgötuhlaupinu (45 km) á nýju brautarmeti, varð annar í Jökulsárhlaupinu (33,7 km) og síðan og ekki síst varð hann fjórði í sínum aldursflokki í Mount Blanc fjallahlaupinu (102 km) er fram fór í lok ágúst á 14:17:28 sem þykir góður tími í því hlaupi. Auk þess náði Friðleifur öðrum besta maraþontíma ársins í Boston, þar sem hann hljóp á 2:38:48 ásamt því að hlaupa hálfmaraþonið í RM á 1:17:25.

 

 

Kári Steinn 2013
Kári Steinn Karlsson (27 ára) átti fremur rólegt ár en sýndi styrk sinn af og til og vann öll þau hlaup sem hann tók þátt í hér á landi. Tók m.a. þátt í Snæfellsjökulshlaupinu (22 km) og stórbætti brautarmetið (1:24:31) og sigraði einnig í Jökulsárhlaupinu. Sigraði hálfmaraþonið í RM á 1:07:40 og var síðan aðeins 2 sek frá Íslandsmeti sínu er hann hljóp hálfmaraþon í París á 1:05:37 um miðjan nóvember.

 

 

Stefán Gíslason 2013
Stefán Gíslason (56 ára) æfði og keppti í hlaupum á menntaskólaárunum. Eftir það tók við langt hlé en um fimmtugt var hann hins vegar kominn á fulla ferð aftur og hefur bætt árangur sinn ár frá ári. Hljóp sitt besta maraþon (3:08:19) í RM í ágúst síðastliðnum. Þá hefur Stefán mikinn áhuga á fjallahlaupum og hefur hlaupið yfir fleiri heiðar og fjallvegi en aðrir Íslendingar. Stefán er einnig mjög duglegur að segja frá og miðla sinni reynslu og hvetja aðra.

 

 

Stefán Guðmundsson 2013 - B
Stefán Guðmundsson (43 ára) hefur búið í Danmörku um árabil og bætt árangur sinn í lengri hlaupum jafnt og þétt undanfarin ár. Síðasta ár var hans langbesta hingað til og náði hann besta árstíma Íslendings í maraþoni er hann hljóp á 2:34:17 í Berlín. Árangur hans var jafnframt Íslandsmet í flokki 40-44 ára. Berlín virðist henta Stefáni vel til hlaupa því í apríl náði hann sínum besta árangri í hálfmaraþoni (1:14:33) þar í borg.

 

 

Þorbergur 2012 
Þorbergur Ingi Jónsson (31 árs) náði sínum besta tíma í hálfmaraþoni og jafnframt þriðja besta tíma frá upphafi er hann hljóp á 1:07:57 í Haag í mars. Ætlunin var að hlaupa maraþon í apríl en erfið meiðsli settu strik í reikninginn. Þorbergur lét ekki deigann síga og kom sterkur upp um haustið og hljóp hálfmaraþon á 1:08:09 í París um miðjan nóvember. Þá náði Þorbergur sínum besta tíma í 10 km er hann sigraði í Hausthlaupi UFA í september á 31:24 sem jafnframt var annar besti tími ársins á þeirri vegalengd.

 

Tilnefndar í kvennaflokki (í stafrófsröð):

Arndís ýr 2013 - B
Arndís Ýr Hafþórsdóttir (25 ára) bætti sig í hálfmaraþoni (1:22:56) og náði næstbesta tímanum á árinu í þeirri vegalengd. Hún náði hins vegar besta árstímanum í 10 km götuhlaupi er hún varð fyrst í Ármannshlaupinu (37:08) og varð jafnframt fyrst í Gamlárshlaupi ÍR (37:40). 

 

                  

Ebba Særún 2013
Ebba Særún Brynjarsdóttir (31 árs)  stórbætti fyrri árangur sinn í maraþoni er hún hljóp á 3:13:43 í Berlín, hljóp hálfmaraþon á 1:28:42 í RM og 10 km á 39:31. Þá sigraði hún Snæfellsjökulshlaupið (22 km) á nýju brautarmeti kvenna. Ebba Særún hefur sýnt miklar framfarir en það eru einungis þrjú ár síðan hún byrjaði að æfa og keppa í hlaupum að ráði. 

 Elísabet Margeirsdóttir 2013
Elísabet Margeirsdóttir (28 ára) náði næstbesta árstímanum í maraþonhlaupi (3:12:36) í Boston. Hún var jafnframt atkvæðamikil í utanvegahlaupum á árinu. Sigraði í Esjuhlaupinu 5 hringir, varð fyrsta íslenska konan í Laugavegshlaupinu (5:47:33), vann Vesturgötuhlaupið (45 km) viku síðar og Hengilshlaupið (81 km) viku þar á eftir. Þá hefur hún verið ötul við að koma á framfæri fróðleik um næringu hlaupara.

 


Helen Ólafsdóttir 2013
Helen Ólafsdóttir (42 ára) hljóp á 2:52:30 klst. í Berlín sem er besti tími ársins í kvennaflokki, annar besti tíminn í maraþonhlaupi kvenna frá upphafi og skilaði henni inn í Ólympíuhóp FRÍ. Þá náði Helen besta árstímanum í hálfmaraþoni (1:22:52) með sigri sínum í RM. Auk þess bætti hún sinn fyrri árangur í 10 km (37:30) og náði þar með næstbesta árstímanum á þeirri vegalengd. Þessari góðu bætingu í öllum vegalengdum náði hún eftir að hafa glímt við meiðsli í 2 ár.

 


María Gröndal 2013
María Kristín Gröndal (33 ára) átti gott „comeback" á árinu eftir rólegt ár í framhaldi af sínum besta árangri í  hálfmaraþoni (1:24:54) í RM árið 2011. María Kristín hljóp sitt fyrsta maraþon á 3:13:15 í Berlín, hálfmaraþon á 1:27:43 í RM og 10 km á 39:54

 

 

Martha 2012
Martha Ernstsdóttir (49 ára) varð önnur í hálfmaraþoni RM (1:23:59). Þá náði hún þriðja besta tíma ársins í 10 km  (37:56) með því að sigra í Akureyrarhlaupinu. Martha hefur verið lengi að og er nú flutt aftur til Reykjavíkur eftir nokkurra ára dvöl á Ísafirði.

 

 

Signý Einarsdóttir 2013
Signý Einarsdóttir (60 ára) hljóp maraþon á 3:34:31 í London nokkrum mánuðum fyrir sextugsafmæli sitt. Hún hefur verið mjög dugleg við æfingar undanfarin ár og sýnt gott fordæmi.

 

 

 

Mynd frá afhendingu viðurkenninga fyrir árið 2012 í janúar 2013.

Allir tilnefndir 2012
Hluti af þeim sem tilnefndir voru

Útdráttarverðlaun 2012
Útdráttarverðlaunin afhent

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
Kristinn Sigmundsson Kristinn Sigmundsson
13.1.2014 20:15:03
Stefßn GÝslason fŠr mitt atkvŠ­i
SylvÝa G˙stafsdˇttir SylvÝa G˙stafsdˇttir
13.1.2014 20:43:25
Ebba SŠr˙n Brynjarsdˇttir fŠr mitt atkvŠ­i
Torfi H. Leifsson Torfi H. Leifsson
13.1.2014 23:06:25
SŠl Kristinn og SylvÝa.
Ef ■i­ vilji­ a­ atkvŠ­i­ ykkar telji, ■ß ■urfi­ ■i­ a­ innskrß ykkur og fara ß kosningasÝ­una, sjß link hÚr fyrir ofan Ý greininni.
Ragnhei­ur Hauksdˇttir Ragnhei­ur Hauksdˇttir
14.1.2014 03:17:31
Stefßn GÝslason er a­ gera stˇrgˇ­a hluti. Ef Úg mß gefa honum mitt atkvŠ­i.
Eybj÷rg DrÝfa Eybj÷rg DrÝfa
23.1.2014 09:40:46
Ebba SŠr˙n Brynjarsdˇttir fŠr sko mitt atkvŠ­i. H˙n er ˇtr˙lega flottur hlaupari 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is