Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  FrÚttir 2015
27.5.2015
Ů˙sund mi­ar Ý vi­bˇt og meira litap˙­ur Ý The Color Run


Það verður mikið um dýrðir í miðbæ Reykjavíkur þann 6. júní.

Búið er að bæta við 1.000 miðum og einu tonni af litapúðri fyrir The Color Run by Alvogen litahlaupið sem fram fer 6. júní.

Sjö tonn af litapúðri
Aðsókn í hlaupið hefur verið meiri en skipuleggjendur höfðu þorað að vona og nú er fjöldi skráninga orðinn meiri en gert var ráð fyrir. Því brugðust hlaupahaldarar við og gerðu ráðstafanir til að fleiri hlauparar gætu tekið þátt, þar með talið var nauðsynlegt að panta meira litapúður fyrir hlaupið.


„Hlaupið er þannig að eftir hvern kílómetra í þessu 5 km hlaupi þá fara þátttakendur í gegnum litahlið þar sem starfsmenn hlaupsins úða yfir þá ákveðnum lit," segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi. „Við vorum búin að panta sex tonn af litapúðri sem kemur til okkar í gámi alla leið frá Indlandi og til þess að geta tekið á móti fleiri þátttakendum þá þurfum við að panta meira litapúður. Það eru aðeins 2 vikur í hlaupið þannig að Indland var ekki valkostur en við náðum að semja við samstarfsaðila okkar sem halda hlaupið í Danmörku og fáum heilt tonn þaðan. Það vildi svo vel til að þeir notuðu sömu liti og við ætlum að nota í okkar hlaupi, þ.e. blátt, grænt, gult og bleikt litapúður."

Upphaflega var gert ráð fyrir 6.000 hlaupurum í The Color Run auk þess sem börn átta ára og yngri fá frítt í hlaupið í fylgd með fullorðnum.

Mikill áhugi Íslendinga
 „Það hefur verið mikill áhugi á hlaupinu alveg frá því að það spurðist út að það yrði haldið hér á landi í sumar en síðustu daga hafa skráningar verið fleiri en við höfðum þorað að vona. Þegar við sáum í hvað stefndi fórum við að skoða möguleikana á að koma meira litapúðri til landsins og sem betur fer tókst það þannig að við gátum opnað fyrir 1.000 þátttakendur til viðbótar en miðað við skráningar síðustu daga þá munu þeir miðar klárast á næstu dögum þannig að það fer hver að verða síðastur að skrá sig í hlaupið."


Gleðin ræður ríkjum í Color Run eins og myndirnar bera með sér.

Hlaupið verður í miðbæ Reykjavíkur og verður bæði ræst út og komið í mark í Hljómskálagarðinum. Að loknu hlaupi verður mikil tónlistarhátíð á sviði með dönsurum og plötusnúð sem kemur frá Danmörku. Í ár er The Color Run hlaupið í meira en 300 borgum í rúmlega 50 löndum um heim allan og er orðið alheims fyrirbæri.

Davíð Lúther skipuleggjandi Color Run í viðtali við hlaup.is: Mögnuð upplifun að taka þátt

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is