Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Fróðleikur
Byrjendur
Almennur fróðleikur
Ráðgjöf
  Um ráðgjöfina
  Sigurður P.
  Sigurbjörn Árni
  Gunnar Páll
  Gauti
  Fríða Rún
  Torfi
  Þjálfun
  Undirbúningur fyrir hlaup
  Meiðsli
  Næringarfræði
  Ýmislegt
  Spurt og svarað
Æfingaáætlanir
Eldri kannanir
Hlauphaldarar
Reglur
Framfarir - Félag
Umræður
Vörukynningar
Rvk. maraþon Ísl.banka
Leit
Áhugavert
Hlaupadagskrá 2019
Skráningar í hlaup
Panta prógram
100km hlauparar
Félag maraþonhl.
Hvítt bil 10 á hæð
Hvítt bil 10 á hæð - 3
Æfingadagbók - 115x79
Hvítt bil 5 á hæð - 1
hlaup.is á Facebook
Hvítt bil 5 á hæð - 3
English
Hvítt bil 10 á hæð - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Fróðleikur  >  Ráðgjöf  >  Þjálfun
22.6.2005
Æfingaáætlun fyrir byrjendur og Crohns sjúkdómur - GPJ

Spurning
Hæ mig langar að fá ráðgjöf um hvernig er best að byrja að æfa hlaup og skokk. Ég er búinn að æfa líkamsrækt í 4 og ½ ár ef hefur gengið ílla að skokka og ná upp úthaldinnu. Ég lenti í slysi og mjög alvarlegum veikindum þar sem ég lamaðist um tíma, en í dag er ég búinn að ná mér af því, en ég hef sjúkdóm sem er crons ristilssjúkdómur. Ég hef reykt en er að berjast við að hætta því,og ég veit að það er að mörgu leiti orsökin yfir því að mér hefur gengið ílla að skokka og ná upp úthaldinu, en þessu langar mig að breyta. Í dag er 15 kg of þungur. Eins og sagði þá stunda ég lyftingar og er með einkaþjálfara, þetta sem ég er að biðja ykkur um yrði viðbót við þá þjálfun sem ég hef núna. Mig langar að spyrja ykkur hvort þið getið búið til æfingaráætlun fyrir mig sem ég get notast við hvort sem er innanhúss (líkamsræktarstöð) eða úti á íþróttavelli, fer eftir veðri.

Svar
Mér líst mjög vel að þú hafir byrjað á styrktarþjálfun eftir þín veikindi. Þá ert þú líka tilbúinn til að gera ýmislegt annað. Miðað við þínar forsendur og stöðu eins og þú lýsir þá ættir þú að byrja á rösklegri göngu og láta skokkið bíða þar til styrkur eykst í göngunni og þér finnst þú tilbúinn að skokka hluta leiðarinnar. Finndu þér miserfiðar leiðir. Þannig að ef þú gengur í 40 mín til að byrja með þrisvar í viku þá er ágætt að ganga tvisvar létta gönguleið en mjög fljótlega mátt þú hafa eina leiðina meira krefjandi, t.d. með 2 til 3 góðum brekkum.

Lengdu svo eina gönguæfinguna smám saman upp í 60 mín. Þú þarft að halda út þetta lengi (eða lengur) til að fá brennslu sem dugar til að létta þig. Þegar þú ræður vel við að ganga rösklega þrisvar í viku 40 - 60 mín þá mátt þú fara að skokka rólega hluta af 40 mín túrunum. Byrja á göngu og skokka 2 - 5 mín eftir getu og ganga sömu tímalengd og endurtaka þetta þar til þú nærð 30 - 40 mín.

Ef þú ert í nógu góðu formi í dag að þú treystir þér beint í göngu/skokkæfingar þá gerir þú það. Þú getur fengið ókeypis bæklinga hjá ÍSÍ um æfingar fyrir byrjendur og á hlaup.is eru upplýsingar um æfingar fyrir byrjendur. Það sem ég hef heyrt um Crohns sjúkdóm þýðir að þú þarft að huga að mataræðinu þannig að þú fáir örugglega næga orku úr fæðunni.

Gangi þér vel. Kveðja, Gunnar Páll.


 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:













 
Sportvörur 2XU Júní 2019
Hvítt bil 5 á hæð - 3
 
© Allur réttur áskilinn. Birting á þessu efni á öðrum miðlum er óleyfileg nema með leyfi hlaup.is