Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Dagbˇk
13.7.2015
13.09.2015 - Globeathon

Globeathon er alþjóðlegt átak þar sem vakin er athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Þetta er í þriðja sinn sem Globeathon er haldið á heimsvísu. Árið 2014 tóku 70 lönd í 208 borgum þátt og var þátttaka framar björtustu vonum skipuleggjenda hlaupsins. Í ár er stefnan sett á þátttöku yfir 80 landa.

Styrktarfélagið Líf (www.gefdulif.is) og Krabbameinsfélag Íslands (www.krabb.is) standa saman að þessum viðburði. Globeathon er fyrir alla, konur, börn og karla. Skipuleggjendur stefna að því að slá metið frá því í fyrra þegar 280 manns tóku þátt. Taktu þátt, heilsunnar vegna.

Staður og tímasetning
Globeathon Ísland fer fram sunnudaginn 13. september kl 11. Upphaf hlaupsins verður við HR og verður hlaupið/gengið um Fossvogsdalinn.

Sameiginleg upphitun hefst kl. 10:45 við rásmarkið.

Vegalengdir
Boðið verður upp á 5 km hlaup, 5 km göngu og 10 km hlaup með tímatöku með flögu.

Kort af hlaupaleiðinni


Skoða Globeathon á stærra korti

Skráning og verð
Hægt er að skrá sig hér á hlaup.is til kl. 22 laugardaginn 13. september og svo í anddyri HR frá kl. 9:00-10:45.

Þeir sem skrá sig fyrir miðnætti föstudaginn 11. september:

 • 500 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2001 og síðar)
 • 2.500 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2000 og fyrr)

Skráning á laugardeginum 12. september til kl. 22 hér á hlaup.is og á hlaupdag í anddyri HR frá 9-10:45.

 • 1.000 kr. fyrir 14 ára og yngri (f. 2001 og síðar)
 • 3.500 kr. fyrir 15 ára og eldri (f. 2000 og fyrr)

Afhending gagna og nýskráning fer fram í aðalanddyri Háskólans í Reykjavík á sjálfan hlaupadaginn sunnudaginn 13. september kl. 9:00 - 10:45.

Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir 1. sæti karla og kvenna í 5 og 10 km hlaupi auk glæsilegra útdráttarverðlauna. Verðlaunaafhending í 5 km hlaupi verður kl. 11:45, í 10 km hlaupi kl. 12:00 og dregið verður úr útdráttarverðlaunum kl. 12:20 hjá Háskólanum í Reykjavík (HR). Listi yfir útdráttarvinningana er hér fyrir neðan:

 • Hlaupaúr, Polar M400 með púlsmæli frá Nova
 • 2 hlaupajakkar og 2x 15 þúsund gjafabréf frá 66°Norður
 • Gjafabréf fyrir 2 í eina nótt á deluxe herbergi með morgunverði á ION hótel
 • Gjafabréf í ferð hjá Artic adventure
 • Gjafabréf fyrir 2 í eina nótt á deluxe herbergi með morgunverði á Hótel Rangá
 • Gjafabréf út að borða á Sushisamba og Tapas
 • Gjafakort fyrir 2 í Borgarleikhúsið
 • Gjafabréf í verslanir NTC
 • Gjafabréf fyrir 2 fullorðna og 2 börn í Viðeyjarferjuna frá Eldingu
 • Gjafabréf frá Icelandair hótel
 • Gjafabréf í Sturla fataverslun
 • Plantronics hlaupa heyrnatól Frá Nýherja
 • Gjafabréf frá Öxney
 • 2 Calla vasar frá Norr11
 • Varningur frá A4
 • Gjafabréf hjá Comfort snyrtistofu 
 • Gjafabréf í Laugarspa
 • Nivea gjafapakkar
 • Taska og gjafakort í Hreyfingu
 • Ullarteppi frá Epal
 • Gjafabréf  6 máltíðir á Hamborgarafabrikkunni
 • 1 gjafabréf fyrir 4 hjá Reykjavík Escape
 • 4 gjafabréf á tertur úr tertuborði frá Bakarameistaranum
 • 2 gjafakörfur frá Lyf og heilsu
 • 2 veislubakkar og 6 tommu gjafabréf
 • Nokkrar kippur af drykk
 • Úrval af bókum frá Eddu útgáfu
 • Gjafabréf frá The Pier
 • Gjafabréf í Andreu Boutique
 • 20 Sjúkrapúðar Frá Atlantsolíu
 • 2 gjafapokar með kremlínu Taramar
 • 4 gjafabréf á 2 tvo kúluísa hjá Valdís
 • Gjafabréf frá Best seller
 • 4  stk  ostaveisla (poki með ostum, kexi, sultu og fl.)
 • 3 kassar Hleðsla og brúsi.
 • 2 stk Klóahandklæði og brúsi.
 • 3 litlar kælitöskur með Hleðslu + brúsi.
 • Gjafabréf á Blue lagoon vörur 

Annað
Boðið verður upp á drykki í marki og einnig verður drykkjarstöð við snúningspunkt í 10 km hlaupi (eftir 5 km).

Skipuleggjendur er LÍF styrktarfélag kvennadeildarinnar, frekari upplýsingar er að fá: Sigrún Arnarsdóttir sigrunarnar@simnet.is s. 693-3913 og Halla Björg Lárusdóttir s: 615-2695. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið globeathon@gefdulif.is.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is