Frá stofnun langhlauparadeildar UFA 2003 hefur deildin staðið fyrir hlaupasyrpu yfir vetrarmánuðina. Hlaupin fara fram einu sinni í mánuði frá október til mars. Rétt er að minna á að hlauparar safna stigum í gegnum seríuna auk þess sem keppt er í liðakeppni.
Tímasetning Hlaupið verður frá Bjargi kl. 11:00 á laugardögum (með þeirri undantekningu þó Gamlárshlaupið í desember ber upp á fimmtudeg). Þennan veturinn verða hlaupin á eftirfarandi dögum:
31. október. 28. nóvember. 31. desember (Gamlárshlaup) 30. janúar. 27.febrúar. 26.mars.
Skráning Skráning á staðnum frá kl. 10:30, þátttökugjald kr. 500 í hvert hlaup.
Vegalengd Hlaupið er 10 km
Hlaupaleiðin Hlaupið er frá Bjargi, upp Austursíðu inn á Síðubraut og hlaupið eftir henni að Vestursíðu, niður Vestursíðu, eftir göngustíg í gegnum Giljahverfi, Hlíðarbraut, Skógarlundur, Mýrarvegur, Hringteigur, Mímisbraut, Mýrarvegur, Skógarlundur, Hlíðarbraut, Austursíða, Bugðusíða að Bjargi. Hér má sjá kort af hlaupaleiðinni.
STIGAKEPPNI Keppt er í stigakeppni í flokki karla og kvenna og einnig í tveimur aldursflokkum, 39 ára og yngri og 40 ára og eldri. Allir þátttakendur fá eitt stig fyrir hvert hlaup sem þeir taka þátt í. Níu efstu sætin í hverjum flokki gefa síðan 2-10 stig, þannig að fyrsti maður fær 10 stig, annar 9 stig og þannig koll af kolli niður í tvö stig. Ef stigafjöldi efstu manna verður jafn eftir öll hlaupin skal sá raðast ofar sem oftar hefur sigrað hinn og/eða hlaupið á betri tímum.
Liðakeppni Auk einstaklingskeppni er keppt í liðakeppni. Þrír til fimm geta skráð sig saman í sveit og í hverju hlaupi gildir árangur þeirra þriggja liðsmanna sem bestum árangri ná. Hver liðsmaður fær stig í samræmi við sæti sitt í karla eða kvennaflokki, 1. sæti í flokki gefur 1. stig, 2. sæti 2. stig o.s.frv. Liðið með lægstan samanlagðan stigafjölda þriggja þátttakenda fær 5 stig í liðakeppni, liðin með næstlægstan stigafjölda þriggja þátttakenda fær fær 4. stig og svo koll af kolli niður í 1 stig -og líkt og í einstaklingskeppninni fá allar sveitir sem ná fullskipuðu liði eitt stig.
Verðlaun Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í stigakeppni karla og kvenna og stigahæsta liðið í liðakeppninni hlýtur einnig verðlaun. Að loknu síðasta hlapinu í mars verða dregin út útdráttarverðalun. Þátttaka í hverju hlaupi gefur einn miða í pottinn svo þeir sem taka þátt í öllum hlaupunum eiga sex miða í pottinum, vinningsmöguleikar aukast því eftir því sem fólk hleypur oftar.
|