Myndir, vídeó og viðtöl frá Laugavegshlaupinu

uppfært 20. júlí 2022

Laugavegshlaupið fór fram í 26 sinn í ár og sýndu hlauparar frábæran árangur.

Andrea Kolbeinsdóttir 23 ára kom aftur sá og sigraði þegar hún stórbætti ársgamalt brautarmet sem hún setti sjálf í fyrra þegar hún hljóp fyrst kvenna undir 5 klukkustundum. Andrea hljóp á 4:33:07 og bætti því metið um 22 mínútur. Andrea varð einnig í 7. sæti í heildarkeppninni sem telst einnig frábær árangur og í 4. sæti af Íslendingum. Arnar Pétursson sem er þekktari fyrir að sigra hlaup á malbikinu, tók þátt í sínu fyrsta Laugavegshlaupi, en hann kom í mark á tímanum 4:04:53.

Hlaup.is var á staðnum og tók myndir, viðtöl og vídeó í brautinni eftir 3 km sem hægt er að skoða hér á hlaup.is.