Sigurður P. Sigmundsson

Sigurður P. Sigmundsson

Sigurður Pétur Sigmundsson er einn af okkar bestu langhlaupurum. Hann á Íslandsmetið í maraþoni og hefur unnið til fjölda Íslandsmeistaratitla og unnið önnur afrek á hlaupasviðinu. Sigurður hefur skrifað nokkuð af pistlum og hugleiðingum á hlaup.is.

Sigurður hefur þjálfað hlaupara og skokkhópa til margra ára og þú getur pantað æfingaáætlun hjá Sigurði. Hann sendir þér áætlun til eins til þriggja mánaða og er í sambandi við þig til að fylgjast með framvindu. Hafðu samband við siggip@hlaup.is ef þú vilt fá áætlun.

Sigurður Pétur Sigmundsson hagfræðingur æfði jöfnum höndum fótbolta, handbolta og fjálsar íþróttir til 16 ára aldurs. Sneri sér þá alfarið að æfingum og keppni í lengri hlaupum. Var við nám í Edinborg 1978-1982 og keppti þá með háskólaliðinu svo og með Edinburg Athletic Club í skosku og bresku deildarkeppninni. Varð árið 1982 breskur háskólameistari í 10.000 m hlaupi. Var í landsliði Íslands 1975-1986. Keppnisgreinar voru 3.000 m hindrunarhlaup, 5.000 m og 10.000 m hlaup. Vann til fjölda Íslandsmeistaratitla í lengri hlaupum á þeim árum. Hefur oftast Íslendinga tekið þátt í heimsmeistaramóti í víðavangshlaupi eða í fjögur skipti.

Besti árangur:

  • 800 m 1:59,7 (1979)
  • 1500 m 3:58,47 (1982)
  • 3.000 m 8:37,73 (1979)
  • 5.000 m 14:38,83 (1981)
  • 10.000 m. 30:50,3 (1985)
  • 3.000 m. hindrun 9:15,78 (1979)
  • Hálfmaraþon 1:07:09 (1986)
  • Maraþon 2:19:46 (1985)

Byrjaði snemma að ráðleggja hlaupafélögum um æfingar og útbúa æfingaáætlanir. Sá m.a. um æfingaáætlanir fyrir Reykjavíkurmaraþon í Morgunblaðinu og DV á árunum 1985-1992. Hefur séð um þjálfun nokkurra skokkhópa og fjölda einstaklinga s.l. áratug. Gaf út handbókina Skokkarann 1992 ásamt Gunnari Páli Jóakimssyni. Gaf út og ritstýrði tímaritinu Hlauparanum 1994-1999. Hefur jafnframt haldið utan um afrekaskrá í götuhlaupum og gefið hana út. Var í aðalstjórn FRÍ frá 2002-2005.

Pistlar20.08.2008

Þolinmæðin vinnur allar þrautir

Í mars sagði ég frá liðþófaaðgerð á hné sem ég hafði farið í mánuði áður. Á þeim tímapunkti var ég að gera mér vonir um að vera kominn á fulla ferð 1-2 mánuðum síðar eða um 2-3 mánuðum frá aðgerðinni. Fór m.a. í fjögurra

Lesa meira
Pistlar15.04.2008

Góð byrjun í maraþonhlaupum

Eftir úrslitin úr London maraþoninu settist ég niður og útbjó fyrsta listann í ár yfir 20 bestu tíma karla og kvenna í maraþonhlaupi. Mér sýnist stefna í óvenju gott ár, sérstaklega í ljósi þess að veður og aðstæður hafa

Lesa meira
Pistlar06.04.2008

Kári brýtur blað í langhlaupum á Íslandi

Ég er staddur þessa stundina á flugvellinum í Frankfurt á leiðinni á ráðstefnu í Slóveníu. Þurfum að bíða í 6 tíma eftir fluginu til Ljubliana, en sunnudagar eru víst lakastir hvað varðar tengingar. Til að eyða tímanum k

Lesa meira
Pistlar17.03.2008

Aðgerð og aðgerðarleysi, og þó.......

Jæja, þá eru rúmar fjórar vikur frá því ég fór í liðþófaaðgerð á hné. Hafði aldrei farið undir hnífinn áður og aldrei verið svæfður áður. Því nokkuð ný reynsla fyrir mig. Ferillinn í svona löguðu er nokkuð langur, en ég

Lesa meira
Pistlar22.02.2008

Jón H. Sigurðsson fallinn frá

Góður langhlaupari og vinur minn, Jón H. Sigurðsson, lést 16. febrúar síðastliðinn tæplega 64 ára gamall. Ég hitti hann síðast á Landsmóti UMFÍ sem fram fór í Kópavogi í júlí á síðasta ári. Hann tók mér fagnandi eins og

Lesa meira
Pistlar04.01.2008

Annáll 4 - Ársbesta svipað og árið áður

Í heildina tekið var ársbesta í maraþoni og hálfmaraþoni svipað árið 2007 og árið 2006. Þó var breiddin í maraþoni karla meiri árið 2006 en þá fóru 16 manns undir 3:00 klst. sem er metfjöldi eftir því sem ég best veit, e

Lesa meira
Pistlar31.12.2007

Annáll 3 - Lok Krabbameinshlaupsins

Hlaupaviðburðir koma og fara. Það er eðlilegt að sum hlaup renni sitt skeið á enda á sama tíma og stofnað er til nýrra hlaupaviðburða. Nýjungar eru nauðsynlegar til að vekja og viðhalda áhuga þátttakenda. Einn þeirra hla

Lesa meira
Pistlar28.12.2007

Sögubrot úr Gamlárshlaupi ÍR

Þegar þetta er skrifað er snjór yfir öllu og töluvert frost, en veðurspáin gerir ráð fyrir hlýnandi veðri. Samkvæmt því gæti orðið ágætis hlaupafæri á Gamlársdag en hugsanlega nokkur vindur. Sagan segir að mjög erfitt sé

Lesa meira
Pistlar24.12.2007

Annáll 2 - Kári Steinn á stöðugri uppleið

Kári Steinn Karlsson (1986) bætti sinni fyrri árangur verulega. Hann byrjaði árið með glæsibrag er hann setti glæsilegt Íslandsmet í 3.000 m innanhúss (8:10,94) á Reykjavíkurleikunum er fram fóru í Laugardalshöll 21. jan

Lesa meira