Sigurður P. Sigmundsson

Sigurður P. Sigmundsson

Sigurður Pétur Sigmundsson er einn af okkar bestu langhlaupurum. Hann á Íslandsmetið í maraþoni og hefur unnið til fjölda Íslandsmeistaratitla og unnið önnur afrek á hlaupasviðinu. Sigurður hefur skrifað nokkuð af pistlum og hugleiðingum á hlaup.is.

Sigurður hefur þjálfað hlaupara og skokkhópa til margra ára og þú getur pantað æfingaáætlun hjá Sigurði. Hann sendir þér áætlun til eins til þriggja mánaða og er í sambandi við þig til að fylgjast með framvindu. Hafðu samband við siggip@hlaup.is ef þú vilt fá áætlun.

Sigurður Pétur Sigmundsson hagfræðingur æfði jöfnum höndum fótbolta, handbolta og fjálsar íþróttir til 16 ára aldurs. Sneri sér þá alfarið að æfingum og keppni í lengri hlaupum. Var við nám í Edinborg 1978-1982 og keppti þá með háskólaliðinu svo og með Edinburg Athletic Club í skosku og bresku deildarkeppninni. Varð árið 1982 breskur háskólameistari í 10.000 m hlaupi. Var í landsliði Íslands 1975-1986. Keppnisgreinar voru 3.000 m hindrunarhlaup, 5.000 m og 10.000 m hlaup. Vann til fjölda Íslandsmeistaratitla í lengri hlaupum á þeim árum. Hefur oftast Íslendinga tekið þátt í heimsmeistaramóti í víðavangshlaupi eða í fjögur skipti.

Besti árangur:

  • 800 m 1:59,7 (1979)
  • 1500 m 3:58,47 (1982)
  • 3.000 m 8:37,73 (1979)
  • 5.000 m 14:38,83 (1981)
  • 10.000 m. 30:50,3 (1985)
  • 3.000 m. hindrun 9:15,78 (1979)
  • Hálfmaraþon 1:07:09 (1986)
  • Maraþon 2:19:46 (1985)

Byrjaði snemma að ráðleggja hlaupafélögum um æfingar og útbúa æfingaáætlanir. Sá m.a. um æfingaáætlanir fyrir Reykjavíkurmaraþon í Morgunblaðinu og DV á árunum 1985-1992. Hefur séð um þjálfun nokkurra skokkhópa og fjölda einstaklinga s.l. áratug. Gaf út handbókina Skokkarann 1992 ásamt Gunnari Páli Jóakimssyni. Gaf út og ritstýrði tímaritinu Hlauparanum 1994-1999. Hefur jafnframt haldið utan um afrekaskrá í götuhlaupum og gefið hana út. Var í aðalstjórn FRÍ frá 2002-2005.

Pistlar16.08.2006

Reykjavíkurmaraþon - frábær kynning

Reykjavíkurmaraþon hefur frá byrjun verið aðalmarkmið sumarsins í hugum flestra hlaupara, eins konar lokahátíð götuhlaupanna á hverju sumri. Ég er nú að undirbúa þrjá þátttakendur fyrir maraþonvegalengdina, fjóra fyrir h

Lesa meira
Pistlar15.08.2006

London og EM í frjálsum

Ég er búinn að vera töluvert á ferðinni í sumar. Heimsótti m.a. gamla hlaupafélaga mína í Noregi og Þýskalandi. Segi nánar frá þeim ferðum í næstu hugrenningum. Síðasta ferðin í bili var til London á tónleika með Madonnu

Lesa meira
Pistlar28.02.2006

Er ekki öskudagurinn búinn ?

Ég var að skokka frá Kaplakrika í gegnum Setbergið síðastliðinn föstudag. Þar sem ég hleyp eftir stígnum í rólegheitum sé ég tvær stelpur um fimm ára aldurinn leika sér fyrir utan eitt húsið. Önnur þeirra kallar: ,,Þú er

Lesa meira
Pistlar21.02.2006

Laugardalshöllin skilar sér - athuga með hlaupaseríu

Greinilegt að tilkoma nýju frjálsíþróttaaðstöðunnar í Laugardal er að skila sér mjög vel í aukinni þátttöku og bættum árangri. Meistaramót í fullorðinsflokki fór fram um síðustu helgi og náðist góður árangur hjá hlaupuru

Lesa meira
Pistlar23.01.2006

Janúarátak og inniæfingar

Svona breytast tímarnir. Nú er ég kominn í hóp þeirra sem í ársbyrjun fjárfesta í árskorti á líkamsræktarstöðvum til að gera heilsueflingarátak. Mér finnst ég ekki hafa borðað meira yfir jólin núna en áður, en niðurstaða

Lesa meira
Pistlar05.01.2006

Áramótauppgjör - staða og horfur

Gleðilegt ár og takk fyrir liðið ár.Gamlárshlaupið var háð í þetta sinn í hléi milli veðrabrigða. Frábærar aðstæður á þessum árstíma - stundum erum við heppin. Tímarnir voru líka með besta móti, sumir meira að segja að b

Lesa meira
Pistlar02.10.2005

Frábært í Berlín

Það var kalt úti þegar við Valgerður lögðum af stað til Keflavíkur árla morguns föstudaginn 23. september. Á flugvellinum hittum við Halla í Adidas, Magnús Guðmundsson og frú og Jóhannes Guðjónsson og frú sem öll voru á

Lesa meira
Pistlar24.09.2005

Berlín 1985 og 2005

Jæja, þá er komið að því. Við Valgerður förum í fyrramálið, föstudag, til Berlínar. Svo er það maraþonið á sunnudag. Það fer ekki hjá því að spennan sé eitthvað að aukast. Ég var úti að borða á vegum vinnunnar í gærkvöld

Lesa meira
Pistlar05.09.2005

Berlín skal það vera

Sú hugmynd kom upp fyrir tæpu ári síðan að taka þátt í Berlínar maraþoni 2005 til að halda upp á 20 ára afmæli Íslandsmetsins. Síðan liðu nokkrir mánuðir án þess að ég gerði neitt með þetta. Í mars fór ég hins vegar að h

Lesa meira