Sigurður P. Sigmundsson

Sigurður P. Sigmundsson

Sigurður Pétur Sigmundsson er einn af okkar bestu langhlaupurum. Hann á Íslandsmetið í maraþoni og hefur unnið til fjölda Íslandsmeistaratitla og unnið önnur afrek á hlaupasviðinu. Sigurður hefur skrifað nokkuð af pistlum og hugleiðingum á hlaup.is.

Sigurður hefur þjálfað hlaupara og skokkhópa til margra ára og þú getur pantað æfingaáætlun hjá Sigurði. Hann sendir þér áætlun til eins til þriggja mánaða og er í sambandi við þig til að fylgjast með framvindu. Hafðu samband við siggip@hlaup.is ef þú vilt fá áætlun.

Sigurður Pétur Sigmundsson hagfræðingur æfði jöfnum höndum fótbolta, handbolta og fjálsar íþróttir til 16 ára aldurs. Sneri sér þá alfarið að æfingum og keppni í lengri hlaupum. Var við nám í Edinborg 1978-1982 og keppti þá með háskólaliðinu svo og með Edinburg Athletic Club í skosku og bresku deildarkeppninni. Varð árið 1982 breskur háskólameistari í 10.000 m hlaupi. Var í landsliði Íslands 1975-1986. Keppnisgreinar voru 3.000 m hindrunarhlaup, 5.000 m og 10.000 m hlaup. Vann til fjölda Íslandsmeistaratitla í lengri hlaupum á þeim árum. Hefur oftast Íslendinga tekið þátt í heimsmeistaramóti í víðavangshlaupi eða í fjögur skipti.

Besti árangur:

  • 800 m 1:59,7 (1979)
  • 1500 m 3:58,47 (1982)
  • 3.000 m 8:37,73 (1979)
  • 5.000 m 14:38,83 (1981)
  • 10.000 m. 30:50,3 (1985)
  • 3.000 m. hindrun 9:15,78 (1979)
  • Hálfmaraþon 1:07:09 (1986)
  • Maraþon 2:19:46 (1985)

Byrjaði snemma að ráðleggja hlaupafélögum um æfingar og útbúa æfingaáætlanir. Sá m.a. um æfingaáætlanir fyrir Reykjavíkurmaraþon í Morgunblaðinu og DV á árunum 1985-1992. Hefur séð um þjálfun nokkurra skokkhópa og fjölda einstaklinga s.l. áratug. Gaf út handbókina Skokkarann 1992 ásamt Gunnari Páli Jóakimssyni. Gaf út og ritstýrði tímaritinu Hlauparanum 1994-1999. Hefur jafnframt haldið utan um afrekaskrá í götuhlaupum og gefið hana út. Var í aðalstjórn FRÍ frá 2002-2005.

Pistlar21.06.2004

Pistill 31: Góð byrjun lofar enn meiru

Flestir hlauparar virðast vera í góðu formi í upphafi hlaupatímabils, enda var síðasti vetur með eindæmum góður. Ungu strákarnir Sveinn Margeirsson (78) og Gauti Jóhannesson (79) eru í mikilli framför og stóðu sig vel á

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 9: Hafa afrekaskrár gildi ?

Ég er núna að vinna að uppfærslu á afrekaskránni, sjá nánari skýringar í lok pistilsins, enda hef ég tilkynnt að hún verði tilbúin í lok þessa mánaðar. Ég byrjaði fyrst að taka saman afrekaskrána í maraþonhlaupi fyrir tu

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 8: Ekki vanmeta drykkina

Ég er einn þeirra sem lenti í erfiðleikum í RM vegna þess að ég drakk of lítið framan af. Skyndilega um 27 km minnkaði hraði minn um hálfa mínútu á km og 2-3 km síðar um aðra hálfa mínútu. Ég byrjaði strax að drekka eins

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 7: Eftir Reykjavíkurmaraþon

Það er full ástæða til að þakka framkvæmdaraðilum fyrir gott hlaup. Startið tókst furðu vel og átti ég ekki í erfiðleikum fyrstu kílómetrana. Mér fannst umferðin ekki meiri en venjulega og langflestir bílstjórar voru til

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 6: Fyrir Reykjavíkurmaraþon

Nú styttist í stóra daginn hjá mörgum. Ég sjálfur er að fyllast spenningi, en jafnframt kvíða. Ég er spenntur yfir því að takast á við maraþonvegalengdina, sem mér finnst alltaf sérstakt og ögrandi verkefni. Ég er hins v

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 5: Af hverju fækkar í hlaupunum ?

Í síðasta pistli fjallaði ég um byrjendur. Það er staðreynd að þátttakendum í flestum almenningshlaupum hefur fækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Líklega náði skokkbylgjan hámarki árin 1993-1995. Athyglisvert er að skoða

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 3: Hvernig getum við bætt stöðu lengri hlaupa ?

Í umræðum um fyrsta pistil minn voru flestir sammála um að staða millivegalengda- og langhlaupa á Íslandi væri óviðunandi hvað árangur varðar. Ég tek undir þetta, en sé jafnframt góða sóknarmöguleika. Ég bind miklar voni

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 30: Uppgjör hlaupaársins 2002

Þátttakan í almenningshlaupunum var nokkuð svipuð og í fyrra. Nokkur fækkun varð í Víðavangshlaupi ÍR (223) á sumardaginn fyrsta. Hins vegar varð metþátttaka í Flugleiðahlaupinu (437) í byrjun maí. Heldur fjölgaði í Reyk

Lesa meira
Pistlar01.02.2004

Pistill 29: Þjálfun - Tímarnir breytast og mennirnir með

Ég var að glugga í bók sem ber heitið ,,Úti-íþróttir" sem ÍR gaf út árið 1934. Höfundar hennar eru þekktir danskir þjálfarar á þeim tíma, Carl Silverstrand og Moritz Rasmussen. Jón Kaldal skrifar formála og hvetur lesend

Lesa meira