Sigurður P. Sigmundsson

Sigurður P. Sigmundsson

Sigurður Pétur Sigmundsson er einn af okkar bestu langhlaupurum. Hann á Íslandsmetið í maraþoni og hefur unnið til fjölda Íslandsmeistaratitla og unnið önnur afrek á hlaupasviðinu. Sigurður hefur skrifað nokkuð af pistlum og hugleiðingum á hlaup.is.

Sigurður hefur þjálfað hlaupara og skokkhópa til margra ára og þú getur pantað æfingaáætlun hjá Sigurði. Hann sendir þér áætlun til eins til þriggja mánaða og er í sambandi við þig til að fylgjast með framvindu. Hafðu samband við siggip@hlaup.is ef þú vilt fá áætlun.

Sigurður Pétur Sigmundsson hagfræðingur æfði jöfnum höndum fótbolta, handbolta og fjálsar íþróttir til 16 ára aldurs. Sneri sér þá alfarið að æfingum og keppni í lengri hlaupum. Var við nám í Edinborg 1978-1982 og keppti þá með háskólaliðinu svo og með Edinburg Athletic Club í skosku og bresku deildarkeppninni. Varð árið 1982 breskur háskólameistari í 10.000 m hlaupi. Var í landsliði Íslands 1975-1986. Keppnisgreinar voru 3.000 m hindrunarhlaup, 5.000 m og 10.000 m hlaup. Vann til fjölda Íslandsmeistaratitla í lengri hlaupum á þeim árum. Hefur oftast Íslendinga tekið þátt í heimsmeistaramóti í víðavangshlaupi eða í fjögur skipti.

Besti árangur:

  • 800 m 1:59,7 (1979)
  • 1500 m 3:58,47 (1982)
  • 3.000 m 8:37,73 (1979)
  • 5.000 m 14:38,83 (1981)
  • 10.000 m. 30:50,3 (1985)
  • 3.000 m. hindrun 9:15,78 (1979)
  • Hálfmaraþon 1:07:09 (1986)
  • Maraþon 2:19:46 (1985)

Byrjaði snemma að ráðleggja hlaupafélögum um æfingar og útbúa æfingaáætlanir. Sá m.a. um æfingaáætlanir fyrir Reykjavíkurmaraþon í Morgunblaðinu og DV á árunum 1985-1992. Hefur séð um þjálfun nokkurra skokkhópa og fjölda einstaklinga s.l. áratug. Gaf út handbókina Skokkarann 1992 ásamt Gunnari Páli Jóakimssyni. Gaf út og ritstýrði tímaritinu Hlauparanum 1994-1999. Hefur jafnframt haldið utan um afrekaskrá í götuhlaupum og gefið hana út. Var í aðalstjórn FRÍ frá 2002-2005.

Pistlar04.07.2005

Jón Dikk fimmtugur

Jón Diðriksson, Íslandsmethafi í 1.000 m, 2.000 m, 1.500 m, míluhlaupi, 3.000 m og 5.000 m hlaupi og Borgfirðingur, varð fimmtugur 17. júní sl. Hann brá sér heim í viku frá Boston þar sem hann hefur búið síðan 1987 til a

Lesa meira
Pistlar30.05.2005

Flott hlaup á Akranesi, en alltof fáir

Akraneshlaupið fór fram í 14. skiptið um síðustu helgi. Veðrið var frábært, en oft hefur gustað á hlaupara á Skaganum undanfarin ár. Framkvæmd hlaupsins var með miklum ágætum. Hlaupaleiðin vel merkt, brautarverðir víða o

Lesa meira
Pistlar24.05.2005

Hlaupin í vor - athyglisvert

Kári Steinn Karlsson (1986) vann ÍR-hlaupið og Flugleiðahlaupið og er greinilega í góðu formi. Hann og Stefán Guðmundsson, jafnaldri hans, eru framtíðarmenn í langhlaupum hér á landi. Mjög efnilegir strákar. Vilhjálmur A

Lesa meira
Pistlar17.05.2005

Kappar í þrekraunum

Gaman er að sjá hversu mikið rými maraþonhlauparar okkar hafa fengið í fjölmiðlum undanfarna daga. Rannveig, Bryndís Ernsts. og Helga að gera það gott í hitanum í Rúanda. Frábært framtak hjá þeim og fagnaðarefni að Rannv

Lesa meira
Pistlar16.05.2005

Heiðmörkin og langtúrar

Heiðmörkin er uppáhaldshlaupasvæði mitt. Góðir hlaupastígar, skógurinn, fuglasöngurinn og rjúpan. Allt þetta gerir hlaupatúrinn ánægjulegan. Það eina sem skyggir á er að stundum villist (vona að þannig sé því farið) einn

Lesa meira
Pistlar24.02.2005

Fljúgandi Skagamaður

Skagamaðurinn Gauti Jóhannesson sem hefur stundað læknanám í Svíþjóð undanfarin ár hefur aldeilis verið að sýna tilþrif á innanhússmótum undanfarið. Í síðustu viku setti hann nýtt Íslandsmet í 800 m hlaupi, hljóp á 1:51,

Lesa meira
Pistlar31.01.2005

Golfið eða hlaupin

Um miðjan janúar ranglaði ég inn í golfbúð. Þar sem ég var að skoða kylfurnar vatt sér að mér sölumaður. Þegar ég sagðist hafa gutlað í golfi allt frá árinu 1988 með litlum árangri, sennilega vegna fornlegs búnaðar sagði

Lesa meira
Pistlar22.06.2004

Pistill 32: Tillaga að nýju fyrirkomulagi um hlaupadagskrána

Fyrr á árum hélt Víðavangshlaupanefnd FRÍ, síðar Almenningshlaupanefnd, utan um víðavangs- og götuhlaupin. Starf nefndarinnar var dauft um margra ára skeið og hélt starfsmaður Reykjavíkurmaraþons utan um hlaupaskrána. Ha

Lesa meira
Pistlar21.06.2004

Pistill 31: Góð byrjun lofar enn meiru

Flestir hlauparar virðast vera í góðu formi í upphafi hlaupatímabils, enda var síðasti vetur með eindæmum góður. Ungu strákarnir Sveinn Margeirsson (78) og Gauti Jóhannesson (79) eru í mikilli framför og stóðu sig vel á

Lesa meira